SASS hefur umsjón með Uppbyggingarsjóði Suðurlands sem veitir verkefnastyrki á sviði nýsköpunar, menningar og atvinnuþróunar á Suðurlandi og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, að vori og hausti. SASS veitir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum á Suðurlandi ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála. Netföng og símanúmer ráðgjafa má finna hér
ÚTHLUTUNARNEFND:
Við mat á umsóknum skipar stjórn SASS í fagráð sem fer yfir umsóknir og skilar tillögum til stjórnar. Þegar úthlutun hefur verið kunngjörð er um að ræða endanlega niðurstöðu. Ekki er hægt að fara fram á endurmat á einstökum umsóknum. Sjá nánar upplýsingar um úthlutunarreglur og mat á umsóknum.
FAGRÁÐ:
Fagráð menningarstyrkja:
- Inga Lára Baldvinsdóttir, safnvörður myndasafns Þjóðminjasafns Íslands
- Marteinn Steinar Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
- Inga Jónsdóttir, listfræðingur
- Varamaður: Aðalheiður M. Gunnarsdóttir, tónlistarkennari og söngkona
Fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkja:
- Helga Björk Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri leikskólans Sóla
- Bergsteinn Einarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Set ehf.
- Laufey Helgadóttir, ferðaþjónustubóndi að Smyrlabjörgum
- Varamaður: Guðmundur H. Gunnarsson, nýsköpunarstjóri félagsins Skinney-Þinganes hf.
Fáðu nánari upplýsingar hjá ráðgjafa SASS