fbpx

Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir í nýjan styrktarsjóð sem ber nafnið Örvar. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna og viðburða sem falla undir málefnasvið ráðherrans, með áherslu á nýsköpun, menningu og skapandi greinar.

Örvar er ætlaður einstaklingum, félagasamtökum og öðrum aðilum utan hins opinbera. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana, sveitarfélaga né til rekstrar, náms eða nefndarsetu. Markmið sjóðsins er að styðja við frumkvæði og verkefni sem ekki njóta annars konar opinbers stuðnings.

Úthlutað er úr sjóðnum þrisvar á ári – í apríl, ágúst og desember. Umsóknarfrestur fyrir næstu úthlutun, sem fer fram í apríl 2025, er til og með 10. apríl. Hámarksstyrkur er 1.500.000 kr. Nánari upplýsingar, umsóknareyðublað og úthlutunarreglur má finna á vef ráðuneytisins.

SASS hvetur íbúa Suðurlands til að kynna sér sjóðinn og nýta tækifærið til að sækja um fyrir spennandi og nýstárleg verkefni sem styrkja menningar- og nýsköpunarlíf í landshlutanum. Einnig bendum við á að byggðaþróunarfulltrúar SASS, sem starfa vítt og breytt um Suðurland, veita aðstoð og ráðgjöf við undirbúning umsókna.