Hraðallinn byggir á vikulegum fræðslu- erindum, heimavinnu í tengslum við erindin og vikulegri handleiðslu með ráðgjafa.
Gera má ráð fyrir 5 klukkustundum á viku í heildina.
Fræðsluerindi úr öllum áttum, sem dæmi:
- Reyndir frumkvöðlar og fyrirtækjaeigendur
- Fjármálasérfræðingar
- Vörumerkjasérfræðingar
- Reyndir fjárfestar
- Vöru-, þjónustu- og/eða upplifunarhönnuðir
- Sérfræðingar í framkomu og markmiðasetningu
- Mentorar sem tengjast þínu verkefni
Umfjöllunarefni eftir vikum
Vika 1: Markmiðasetning og hugmyndin
Vika 2: Markaðsgreining og -prófanir
Vika 3: Markaðsáætlun og vörumerkjastjórnun
Vika 4: Áætlanagerð
Vika 5: Fjármögnun verkefna
Vika 6: Stofnun og rekstur fyrirtækja
Vika 7: Ólíkar aðferðir til kynningar á verkefnum
Vika 8: Samantekt og verkefnakynningar
SASS áskilur sér rétt til að breyta uppröðun á fræðsluerindum og/eða efni þeirra ef þurfa þykir.
Lokaafurð þátttakenda byggir á þeirra eigin vinnuframlagi en getur verið í formi tilbúinnar vöru á markað, fullbúinnar viðskiptaáætlunar, kynningar til fjármögnunar, frumgerðar á vöru, umsóknar um styrk eða annað sem við á.