Næsti hraðall Sóknarfæra – leiðin á markað er fyrirhugaður haustið 2021.
„Sóknarfæri – leiðin á markað“ er áhersluverkefni SASS og Sóknaráætlunar Suðurlands
Markmiðið er að hagnýta tækifæri til nýsköpunar og markaðssóknar hjá starfandi fyrirtækjum og frumkvöðlum á Suðurlandi
Verkefnið snýst um að skapa sértækt stuðningsferli fyrir fyrirtæki og frumkvöðla sem búa við tækifæri til nýsköpunar og/eða sóknar á markaði. Verkefnin geta leitt af sér lokaafurð í formi vöru, þjónustu eða markaðssetningar, umsóknar um styrki eða annarar fjármögnunar.